Njarðvíkingar fá Hauka í heimsókn
Í kvöld hefst áttunda umferð í Domino´s deild karla í körfubolta með tveimur leikjum. Grindvíkingar ferðast vestur á Ísafjörð og takast á við KFÍ á meðan Njarðvíkingar taka á móti Haukum í Ljónagryfjunni.
Grindvíkingar eru í fimmta sæti deildarinnar á meðan Njarðvíkingar eru í því sjötta, en bæði lið hafa átta stig. Leikirnir hefjast klukkan 19:15. Þess má geta að leikur Grindvíkinga er sýndur á KFÍ-TV.