Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Íþróttir

Þriðjudagur 2. mars 2004 kl. 16:24

Njarðvíkingar fá bandarískan leikmann til reynslu

Lið Njarðvíkur hefur fengið bandarískan leikmann til reynslu. Hann heitir William Chavis og er 178cm hár og 23 ára gamall leikstjórnandi. Chavis útskrifaðist úr Texas Tech háskólanum síðastliðið vor, þar sem hann lék í tvö ár undir stjórn hins goðsagnakennda þjálfara Bobby Knight. Chavis kom til landsins í gær, en hann hafði verið til reynslu hjá frönsku liði, og mætir á sína fyrstu æfingu í kvöld.

Friðrik Ragnarsson, þjálfari Njarðvíkinga, staðfesti þetta í samtali við Víkurfréttir í dag og vonar að hann komi til með að styrkja hópinn fyrir úrslitakeppnina. „Það er allaveganna ekki verra að auka breiddina fyrir komandi átök.“

Njarðvíkingar eru fyrir með einn bandarískan leikmann, Brandon Woudstra, auk þess sem Brenton Birmingham spilar einnig með liðinu, en hann fékk íslenskan ríkisborgararétt fyrir fáeinum árum.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024