RNB Lýðheilsu og forvarnarvika 28. sept - 5 okt
RNB Lýðheilsu og forvarnarvika 28. sept - 5 okt

Íþróttir

Njarðvíkingar eignast fleiri meistara
Frá júdómóti.
Mánudagur 3. nóvember 2014 kl. 08:32

Njarðvíkingar eignast fleiri meistara

- í flokki barna og unglinga.

Íslandsmeistaramót barna og unglinga fór fram að Laugalandi í Holtum um helgina. Fjöldi krakka tók þátt og var mótið hið glæsilegasta. Sleipnismenn úr Júdódeild Njarðvíkur tóku auðvitað þátt. Þeir mættu með 6 keppendur til þátttöku í 6 aldursflokkum. 

Í hópi 11 ára kepptu þeir Jóel Helgi Reynisson, Daníel Dagur Árnason og Stefán Elías Davíðsson. Þeir áttu stórgott mót og nældu sér í þrjár bronsmedalíur. í Sveitakeppni 11 ára og yngri lentu þeir í þríðja sæti liða. Þrír Íslandsmeistarar af 6 mögulegum.
 
Njarðvíkingar kepptu í þremur aldursflokkum og tveimur liðakeppnum. Niðurstaðna var þrír Íslandsmeistaratitlar. Guðbrandur Helgi Jónsson sigraði sinn flokk eftir nokkrar harðar rimmur. Halldór Logi Sigurðsson sigraði flokk 13 ára nokkuð örugglega, þrátt fyrir gýfurlega sterkann flokk. Bjarni Darri Sigfússon varði titil sinn frá í fyrra og átti tilþrif mótssins.
 
Þessi árangur er mjög góður og gott veganesti inn í næstu helgi þar sem þessir kappar ásamt fleirum ætla að reyna sig á Íslandsmóti unglinga sem haldið verður næstu helig í bardagahöllinni á Iðavöllum 12 í Reykjanesbæ.
 
Hér má sjá myndband frá mótinu:
Bílakjarninn frá sept. 25
Bílakjarninn frá sept. 25
Safnahelgi 2025
Safnahelgi 2025