Njarðvíkingar efstir í 2. deild
Víðismenn í 4. sæti - Keflavíkurstúlkur gerðu jafntefli
Njarðvíkingar eru í efsta sæti 2. deildar Íslandsmótsins í knattspyrnu eftir sigur á Fjarðabyggð í kvöld. Víðismenn halda sér í toppbaráttunni eftir stórsigur á KBV.
Njarðvík fékk Fjarðabyggð í heimsókn og það voru gestirnir sem komust yfir á 29. mín. Arnar Helgi Magnússon jafnaði hins vegar á 48. mín. og Andri Fannar Freysson tryggði heimamönnum sigur með góðu marki á 85. mín. Njarðvíkingar eru með 33 stig en Magnamenn eru í 2. sæti með 31 stig.
Víðismenn rúlluðu yfir KV 0-3 á útivelli og eru í 4. sæti deildarinnar. Mörk Víðis skoruðu Aleksandar Stojkovic á 40 mín., Patrik Snær Atlason á 72. mín. og Helgi Þór Jónsson skoraði þriðja markið á 87. mín. Góður útisigur hjá Garðmönnum.
Keflavíkurstúlkur gerðu jafntefli við ÍR á útivelli í 1. deild Íslandsmótsins í knattspyrnu. Liðið er í 4. sæti deildarinnar.
Keflavík skoraði tvö fyrstu mörkin gegn ÍR. Katla María Þórðardóttir kom Keflavík yfir þegar hún skoraði á 35. mín. Sophie Groff bætti við öðru á 30. mín. en ÍR náði að minnka muninn á 61. mín. og jafna leikinn mínútu fyrir leikslok. Liðin skiptu því með sér stigum.