Njarðvíkingar deildarmeistarar neðri deildar
Njarðvík sigraði Breiðablik, 2-1, í úrslitaleik deildarbikarkeppni KSÍ neðri deildar en leikurinn fór fram á Kópavogsvelli í gær. Staðan í hálfleik var markalaus en fyrsta mark leiksins skoraði Marteinn Guðjónsson fyrir Njarðvík og stuttu síðar kom Gunnar Einarsson Njarðvíkingum í 2-0. Blikarnir minnkuðu muninn og gerðu allt hvað þeir gátu til að jafna en allt kom fyrir ekki og fyrsti titill Njarðvíkinga í rúm 20 ár raunin.Á heimasíðu Njarðvíkinga kemur fram að þetta sé fyrsti sigur meistaraflokksliðs Njarðvíkur í móti síðan félagið vann 3. deildina ( nú 2. deild ) 1981.