Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Íþróttir

Þriðjudagur 25. febrúar 2003 kl. 10:45

Njarðvíkingar búnir að semja við nýjan kana

Njarðvíkingar hafa fengið nýjan bandarískan leikmann, Gregory Harris, til reynslu og mun kappinn mæta á æfingu liðsins í kvöld. Friðrik Ragnarsson þjálfari Njarðvíkingar staðfesti þetta í samtali við Víkurfréttir rétt í þessu. Gregory Harris er 25 ára bakvörður sem lék með Mount St. Mary´s skólanum í bandarísku NCAA háskóladeildinni. Hann er 191 cm á hæð og um 90 kg.Harris hefur leikið í Belgíu undanfarin tvö ár og á sl. tímabili var hann með 13.4 stig, 4 fráköst og 5 stoðsendingar að meðaltali á leik.
Friðrik Ragnarsson sagðist vita nokkuð um leikmanninn en sagðist þó ætla að bíða og sjá hvernig hann kæmi út eða eins og hann orðaði það: „Fæst orð bera minnsta ábyrgð“.
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024