Íþróttir

Njarðvíkingar björguðu sér fyrir austan
Laugardagur 20. september 2014 kl. 16:35

Njarðvíkingar björguðu sér fyrir austan

Unnu Huginn 2-4

Njarðvíkingar unnu 2-4 sigur á liði Hugins á Seyðisfirði og björguðu sér þannig frá falli úr 2. deild karla í knattspyrnu. Staðan var 1-1 í hálfleik en það var Arnar Aðalgeirsson sem skoraði mark Njarðvíkinga í fyrri hálfleiknum. Hann var svo aftur á ferðinni í upphafi þess síðari og kom gestunum í 1-2. Björn Axel Guðjónsson jók forystuna í 1-3 og Njarðvíkingar alsælir með stöðuna. Skömmu síðar var þeim kippt niður á jörðina þegar Huginn minnkaði muninn í 2-3. Það var svo fyrirliði Njarðvíkinga, Styrmir Gauti Fjeldsted sem gulltryggði veru Njarðvíkinga í deildinni með marki eftir aukaspyrnu, vel gert hjá varnarmanninum sterka.

Njarðvíkingar enduðu í 8. sæti deildarinnar með 24 stig, þar af komu 19 í seinni umferð deildarinnar.

Public deli
Public deli