Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Íþróttir

Njarðvíkingar bæta við sig útlendum leikmönnum
Þriðjudagur 25. janúar 2011 kl. 15:22

Njarðvíkingar bæta við sig útlendum leikmönnum

Njarðvíkingar hafa bætt við sig tveimur útlendum leikmönnum. Annar leikmannanna kom til landsins í gærmorgun en hinn á að koma til landsins í dag. Fyrsta æfing þeirra er í kvöld með liðinu en Friðrik Ragnarsson, þjálfari liðsins vildi ekki tjá sig um málið að svo stöddu.

Njarðvíkingar eru illa staddir í deildinni og segja sumir stuðningsmenn að björgunaraðgerðir séu í gangi. Erlingur Hannesson, stjórnarmaður körfuknattleiksdeildar UMFN sagði í viðtali við Víkurfréttir að velunnarar félagsins greiði laun leikmanna og að stjórnin hafi ekkert með þetta að gera.

[email protected]

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024