Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Íþróttir

Njarðvíkingar aftur í fallbaráttu
Fimmtudagur 28. apríl 2016 kl. 10:07

Njarðvíkingar aftur í fallbaráttu

Spá liðinu 10. sæti

Þjálfarar og fyrirliðar í 2. deildinni i knattspyrnu karla, spá Njarðvíkingum 10 sæti deildarinnar í ár. Njarðvíkingar hafa grímt við falldrauginn undanfarin tvö ár og náð að bjarga sér frá falli á síðustu stundu. Helsti knattspyrnumiðill landsins, Fótbolti.net, birti spá þessa þar sem rýnt er í Njarðvíkurliðið. Liðið hafnaði í 10. sæti í fyrra og gera aðrir því ráð fyrir þeim á sömu slóðum í ár.

Miklar sveiflur hafa verið á leik Njarðvíkinga síðustu tímabil. Eftir góða byrjun í fyrra komu níu leikir þar sem liðið vann ekki sigur. Árið áður þá vann liðið ekki leik fyrr en í níundu umferð, þannig að óstöðuleiki hefur einkennt ungt lið Guðmundar Steinarssonar þjálfara.

Lykilmenn:  Andri Fannar Freysson, Styrmir Gauti Fjeldsted, Theodór Guðni Halldórsson.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Komnir:
Andri Fannar Freysson frá Hauku
Arnar Helgi Magnússon frá FH
Árni Þór Ármannsson frá Víði Garði
Gunnar Bent Helgason frá Haukum
Harrison Hanley frá Finnlandi
Marian Polak frá Slóvakíu
Rafn Markús Vilbergsson frá Víði Garði
Stefán Guðberg Sigurjónsson frá Keflavík

Farnir:
Anton Freyr Hauksson í Keflavík
Ari Steinn Guðmundsson í Keflavík
Aron Freyr Róbertsson í Grindavík
Aron Elís Árnason í Reyni Sandgerði
Ívar Gauti Guðlaugsson í Víði
Marc Ferrer til Spánar
Róbert Örn Ólafsson í Víði Garði
Tryggvi Guðmundsson í KFS