Bílakjarninn hekla
Bílakjarninn hekla

Íþróttir

Njarðvíkingar áfram í bikarnum
Njarðvíkingar rasskelltu lið Afríku 8-0. -mynd:umfn.is
Mánudagur 4. maí 2015 kl. 10:00

Njarðvíkingar áfram í bikarnum

Mæta liði Augnabliks í næstu umferð bikarkeppninnar

Njarðvíkingar unnu öruggan 8-0 sigur á liði Afríku í fyrstu umferð bikarkeppni KSÍ í gær.

Njarðvík átti ekki í teljandi vandræðum með varnarsinnað lið Afríku sem að gerði lítið sem ekkert til að reyna að sækja sigur í leiknum og tefldi fram ellefu manna varnarmúr í von um hagstæð úrslit Staðan í hálfleik var 2-0 fyrir Njarðvík eftir að Theódór Guðni Halldórsson og Róbert Örn Ólafsson göfðu skorað fyrir heimamenn.

Bílakjarninn sumardekk 2024
Bílakjarninn sumardekk 2024

Síðari hálfleikur var leikur kattarins að músinni þar sem að Njarðvíkingar röðuðu inn mörkum á færibandi. Bergþór Ingi Smárason gerði tvö þeirra,  Theódór Guðni skoraði tvo og fullkomnaði þrennu sína og þá gerðu þeir Arnór Svansson og Magnús Þór Magnússon sitt markið hvor.

Njarðvíkingar mæta liði Augnabliks í næstu umferð bikarkeppninnar þann 19. maí n.k. en í millitíðinni spilar liðið 1. leik sinn í 2. deild karla gegn Hetti frá Egilsstöðum þann 10. maí.

 

 

Eins og áður sagði öruggur sigur en við munum mæta Augnablik í annari umferð 19. maí nk. Næsti leikur okkar er gegn Hetti á Egilsstöðum á laugardaginn næsta.