Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Íþróttir

Njarðvíkingar að verða stórveldi í júdó
Verðlaunahafar frá UMFN á mótinu.
Þriðjudagur 2. febrúar 2016 kl. 06:00

Njarðvíkingar að verða stórveldi í júdó

Sigruðu stigakeppnina á Afmælismóti JSÍ

Njarðvíkingar sópuðu að sér verðlaunum á afmælismóti Júdósambands Íslands sem er eitt sterkasta mót landsins. Alls unnu Njarðvíkingar til sex gullverðlauna, fimm silfurverðlauna og fjögurra bronsverðlauna. Þessi árangur er sögulegur hjá Njarðvíkingum en þeir hafa aldrei sigrað í stigakeppni liða fyrr.

Alls fóru 19 keppendur frá júdódeild UMFN á mótið. Bjarni Darri Sigfússon hitaði upp með því að keppa fyrir taekwondodeild Keflavíkur og varð RIG meistari í sínum þyngdarflokki og hefur hann þá titil í tveimur íþróttagreinum á þessu sterka alþjóðlega móti. Eftir hádegi varð hann afmælismótsmeistari í u18 og einnig í u21 í sínum þyngdarflokki og vann því til þriggja gullverðlauna i tveimur ólíkum íþróttagreinum. 

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Ægir Már Baldvinsson júdómaður Njarðvíkur 2015 varð afmælismótsmeistari í sínum flokki. Hann keppti svo aldurs og þyngdarflokk upp fyrir sig og varð annar á eftir Bjarna í u21. Heiðrún Fjóla Pálsdóttir sigraði svo opinn flokk 18-20 ára þrátt fyrir að vera aðeins 16 ára. Liðsfélagi Heiðrúnar Catarina Chainho varð Önnur í u18 og u21.

Í yngri flokkunum tóku Njarðvíkingar fyrsta, annað og þriðja sætið í flokki 55-60kg barna 12-13 ár. Ingólfur Rögnvaldsson varð hlutskarpastur, Stefán Elías varð annar og Jóel helgi varð þriðji. Daníel Dagur Árnason varð síðan afmælismótsmeistari 12-13 ára barna. Hjá þeim allra yngstu varð kristján Þór Pálmason afmælismótsmeistari og ríkjandi Íslandsmeistari víkingana úr Njarðvík annar í sínum flokki.