Njarðvíkingar á toppinn
Njarðvíkingar hafa tekið forystuna í 1. deild karla í knattspyrnu eftir góðan 3-0 útisigur á Selfyssingum í gær.
Öll mörk Njarðvíkinga komu í fyrri hálfleik en það fyrsta gerði Rafn Markús Vilbergsson á 2. mínútu leiksins.
Annað mark Njarðvíkinga gerði Sverrir Þór Sverrisson á 15. mínútu og hefur hann gert þrjú mörk í tveimur leikjum. Þriðja og síðasta mark Njarðvíkinga kom á 34. mínútu og þar var að verki Aron Már Smárason.
Njarðvíkingar eru á toppi 2. deildar með 7 stig eftir 3 leiki en nágrannar þeirra í Sandgerði geta tekið forystuna í dag þegar þeir taka á móti Völsungi kl. 14:00 á Sandgerðisvelli.