Njarðvíkingar á toppi 2. deildar - Tap hjá Víði
Njarðvíkingar eru á toppi 2. deildar eftir sigur á Sindra á Hornafirði 1-2. Víðismenn töpuðu hins vegar fyrir Vestra 1-2.
Njarðvíkingar komust í 2-0 með mörkum Styrmis G. Fjeldsteð og Atla Freys Ottesen Pálssonar en heimamenn á Höfn minnkuðu muninn í 1-2 en komust ekki lengra.
Víðismenn komust í 1-0 með marki Pawel Grudzinski á 37. mín. en fengu tvö á sig á 75. og 83. mín. og máttu þola tap á Nesfisksvellinum..
Njarðvíkingar og Magni eru á toppnum með 27 stig og sama markahlutfall. Víðismenn eru í 5.-6. sæti með 19 stig eins og Vestri.