Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Íþróttir

Njarðvíkingar á Norðurleið
Föstudagur 15. júlí 2005 kl. 15:33

Njarðvíkingar á Norðurleið

Njarðvíkingar mæta Leiftri/Dalvík á Dalvíkurvelli í kvöld kl. 20:00 í 2. deild karla í knattspyrnu. Leiftur/Dalvík er í áttunda sæti deildarinnar með níu stig en Njarðvíkingar eru í því fimmta með 14 stig.

Liðin áttust síðast við á Njarðvíkurvelli og höfðu þeir grænklæddu þá betur 1-0 með marki frá Magnúsi Ólafssyni á 49. mínútu. Baráttan um sæti í 1. deild að ári harðnar með hverri umferðinni og ætli Njarðvíkingar sér að komast upp um deild er sigur í kvöld bráðnauðsynlegur. Michael Jónsson leikur ekki með Njarðvíkingum í kvöld en hann tekur út leikbann vegna brottvísunar sem hann fékk í leik gegn Stjörnunni síðasta sunnudag.
 
„Við erum búnir að tapa þremur leikjum í röð, tveimur í deildinni og einum í bikarnum, þannig að það er kominn tími á sigur, ef við vinnum ekki í kvöld þá fer verulega að syrta í álinn,“ sagði Snorri Már Jónsson, fyrirliði Njarðvíkinga, í samtali við Víkurfréttir í dag. „Ef við ætlum að vera í toppbaráttunni þá dugir ekkert annað en sigur í kvöld. Við erum búnir að tapa þremur síðustu leikjum og ætlum okkur að bæta úr því,“ sagði Snorri að lokum.

Staðan í deildinni 

VF-mynd/ Jón Björn, [email protected]: Snorri í leik með Njarðvík fyrr í sumar.



Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024