Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Íþróttir

Þriðjudagur 24. október 2000 kl. 11:11

Njarðvík vinnur titilinn - Gunnar Þorvarðar spáir á Vísi.is

Gunnar Þorvarðarson er körfuknattleiksáhugamönnum góðum kunnur sem leikmaður og þjálfari. Undanfarin ár hefur Gunnar gegnt hinum ýmsu stöðum hjá KKÍ og Njarðvík og því fáir sem hafa jafn mikla reynslu og þekkingu, þegar kemur að körfuknattleik. Þetta kemur fram á Vísir.is í dag. DV-Sport fékk þennan reynslubolta til að spá í spilin og hvernig hann sæi deildina þróast í vetur. "Ég spái því að Njarðvík fari með sigur af hólmi þetta árið. Njarðvíkingar hafa endurheimt Brenton Birmingham,Logi Gunnarsson mætir feiknasterkur til leiks og Daninn Jes Hansen á eftir að hjálpa liðinu mikið í vetur. Þetta verður þó ekki létt fyrir þá og ég spái að Njarðvík og Keflavík verði í hörkubaráttu en Njarðvík á eftir að hafa betur á endanum. Þeir hafa einfaldlega flest vopnin sóknarlega og hafa fínt varnarlið.  Breiddin er kannski ekki sú besta í deildinni en hún verður þeim ekki að falli í vetur. Liðið verður borið uppi af 6-7 leikmönnum, en síðan eru þarna góðir strákar sem geta leyst af í mikilvægarmínútur. Ég tel að þrátt fyrir að Friðrik og Teitur séu að þjálfa og spila, komi það ekkert niður á þeim inni á vellinum. Njarðvíkingar hafa áður verið með spilandi þjálfara og hefur það reynst mjög vel.  Eins og ég nefndi áðan verða Keflvíkingar öflugir í vetur og ég spái þeim öðru sætinu. Þeir hafa fengið þrjá mjög góða leikmenn heim aftur, þá Fal Harðarson, Birgir Örn Birgisson og Albert Óskarsson. Síðan hafa þeir góða unga stráka eins og Jón Hafsteinsson og Magnús Gunnarsson. Þá lofarerlendi leikmaðurinn þeirra, Calvin Davis, mjög góðu. Liðið er góð blanda af ungum og eldri leikmönnum og engin spurning að þeir fara langt. Lykillinn að velgengni liðsins verður Falur Harðarson. Hann er þessi leiðtogi sem liðið vantaði síðasta vetur.  Næst á eftir Njarðvík og Keflavík verða ÍR-ingar. Margir verða eflaust hissa á þessari spá minni en ég hef séð þá spila og heillaðist af liðinu. Þar eru margir flinkir strákar sem bera ekki virðingu fyrir neinum andstæðingi. Liðið erþrælskemmtilegt og á eftir að koma verulega á óvart í vetur. Þeir hafa marga stráka með góðan bolta í sér og þeir spila léttleikandi körfubolta. Þeir hafa ágætan erlendan leikmann og svo er Eiríkur Önundarson lykilmaður hjá þeim. Hann er tvímælalaust leiðtogi liðsins og getur tekið af skarið þegar á þarf að halda. Ungu strákarnir hafa góða og jafna hæð og eru góðir leikmenn. ÍR þarf svo sannarlega ekki að kvíða framtíðinni. Ég spái að Íslandsmeistarar KR verði í fjórða sæti í vetur. Ég held aðmargir átti sig ekki á þeim missi sem Jesper Sörensen er. Jesper var gríðarlega mikilvægur fyrir liðið og menn eiga eftir að finna fyrir því í vetur. Jón Arnór á auðvitað eftir að fylla hans skarð að mestum hluta en hann er öðruvísi leikmaður en Jesper var. Annað sem KR-ingar gætu lent í vandræðum með er að fylla skarð Keith Vassells. Það er nú einu sinni þannig, hvort sem mönnum líkar betur eða verr, að erlendu leikmennirnir leika stórt hlutverk hjá sínum liðum og þvímikilvægt fyrir KR að fá ekki síðri mann í staðinn. Heppni með útlending gæti haft mikið að segja um veturinn hjá KR. Næstu þrjú lið á eftir verða Grindavík, Haukar og Tindastóll. Þessi þrjú lið verða í 5.-7. sæti og ómögulegt að raða þeim í eitthvert ákveðið sæti. Grindvíkingar eru bikarmeistarar og hafa gríðarlega góðar skyttur innan sinna raða. Hópurinn hjá þeim er samt ekki nægjanlega öflugur til að blanda sér af alvöru í toppbaráttu. PállAxel styrkir þá og Kim Lewis er góður leikmaður en þeir verða engu að síður um miðja deild.  Fólk er alltaf að bíða eftir að Haukarnir nái langt en ég sé ekkert sem bendir til að þeir vinni mótið. Það þarf ýmislegt að breytast svo að það gerist í ár. Eins og svo oft áður eiga Stólarnir eftir að lenda í vandræðum á útivelli. Ég sé þá ekki vinna toppliðin á útivelli. Þeir munu vinna góða sigra á heimavelli en útivellirnir sjá til þess að þeir verða ekki ofar en þó verða þeir ekki neðar. Þórsararverða síðastir inn í úrslitakeppnina. Þeir stóðu sig vel í fyrra en það er ekkert sem segir mér að þeir fari eitthvað ofar í ár. Þeir munu þó örugglega fara í úrslitakeppnina en liðin fyrir ofan eru þó töluvert betri og mörg hafa styrkt sig fyrir veturinn en þeir tefla fram sama mannskap, fyrir utan útlending. Þeir hafa spræka stráka sem geta spilað fínan körfubolta en þeir eru ekki nógu góðir til að fara að blanda sér í toppbaráttuna í ár. Ég tel vera nokkurt bil í næstu lið á eftir og verðurhörkubarátta hjá þeim að halda sér uppi. Samt er ég sannfærður um að Skallagrímur fellur ekki því Ermolinskij á eftir að lyfta liðinu upp á hærra plan og halda því í deildinni. Ég sé hann gera enn eitt kraftaverkið og með hann sem þjálfara fellur liðið ekki. Hamarsmenn eiga líklega eftir að halda sér uppi. Þeir fara ekki í úrslitakeppnina eins og í fyrra því þeir eru langt á eftir þeim liðum sem komast þangað. Reyndar hef ég ekki séð þá spila í haust en spái þeim 9.-10. sætinu ásamt Skallagrími. Þaulið sem ég býst við að falli eru Valur og KFÍ. Það sem ég hef séð af Valsmönnum er ekki sannfærandi. Það verður mikil vinna fyrir Pétur Guðmundsson, þjálfara liðsins, að stilla saman strengina.Þeir voru virkilega slakir þegar ég sá þá spila fyrir stuttu og var einstaklingsframtakið mikið og menn komu ekki boltanum í hendur réttu mannnanna. Það þarf margt að breytast ef ekki á að fara illa hjá þeim í vetur. Eftir að hafa verið í lægð undanfarin tvö ár tel ég allan vind farinn úr KFÍ og séfall blasa við Ísfirðingunum. Það hefur verið erfitt fyrir þá að manna liðið og erfiðlega hefur gengið að halda mannskap þarna fyrir vestan. Það lið sem þeir tefla fram í vetur er líklegt til að falla að mínu mati," segir Gunnar Þorvarðarson.
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024