Njarðvík vann tvíframlengdan leik
Njarðvíkurstúlkur unnu sinn fyrsta leik í vetur í 1. deild kvenna þegar þær unnu KFÍ á heimavelli sínum, 91-89, eftir tvíframlengdan leik á laugardag.Staðan var 66-66 í leikslok og 79-79 eftir fyrstu framlengingu en Njarðvík leiddi 38-30 í hálfleik og komst mest 10 stigum yfir í þriðja leikhluta. Díana Jónsdóttir skoraði 26 stig fyrir Njarðvík og Helga Jónasdóttir var með 14 stig og 11 fráköst. Hjá KFÍ skoraði Kathryn Otwell 24 stig og Fjóla Eiríksdóttir var með 17 stig og 15 fráköst.
Villuvandræði
Alls dæmdu dómarar leiksins 68 villur og átta leikmenn þurftu að yfirgefa völlinn með 5 villur í þessum ótrúlega leik.
Vísir.is greinir frá.
Villuvandræði
Alls dæmdu dómarar leiksins 68 villur og átta leikmenn þurftu að yfirgefa völlinn með 5 villur í þessum ótrúlega leik.
Vísir.is greinir frá.