Njarðvík vann Snæfell og Keflavík lagði Hauka
Tveir leikir fóru fram í Iceland Express deild kvenna í gærdag þar sem Njarðvíkingar lögðu Snæfell í Ljónagryfjunni og Íslands- og bikarmeistarar Keflavíkur gerðu góða ferð að Ásvöllum er þær lögðu Hauka.
Lokatölur í Njarðvík voru 90-80 grænum í vil þar semþær Lele Hardy og Shanae Baker gerðu báðar 26 stig í Njarðvíkurliðinu. Hjá Snæfell var Hildur Sigurðardóttir atkvæðamest með 28 stig.
Keflavík vann Hauka 73-89 og gerði Jaleesa Butler 24 stig og tók 10 fráköst í Kefalvíkurliðinu og hin 15 ára gamla Sara Rún Hinriksdóttir gerði 20 stig og gaf 3 stoðsendingar. Jence Ann Rhoads gerði svo 21 stig, tók 8 fráköst og gaf 8 stoðsendingar hjá Haukum.