Njarðvík vann nauman sigur - Ingibjörg Elva í búning

Njarðvíkingar höfðu sigur á Hamarsstúlkum með minnsta mun, 83-84 í Iceland Express-deild kvenna í gær. Shanae Baker-Brice var atkvæðamest í Njarðvíkurliðinu með 33 stig, 12 fráköst og 2 stoðsendingar. Lele Hardy bætti við 28 stigum, 17 fráköstum og 5 stoðsendingum. Katherine Graham fór mikinn í liði Hamars með 34 stig, 10 fráköst og 9 stoðsendingar og Samantha Murphy bætti við 29 stigum, 6 fráköstum og 3 stoðsendingum.  
Ingibjörg Elva Vilbergsdóttir var í hópi Njarðvíkinga í gær gegn Hamar.  Ingibjörg hefur verið að æfa með unglingaflokki Njarðvíkur og svo meistaraflokki síðastliðnar vikur.  Ingibjörg á vafalaust eftir að  styrkja hóp Njarðvíkur en lék á sínum tíma með liðinu og auk þess með Keflvíkingum.

 
	
			

 
						 
						 
						 
						 
						 
						


 
				 
				 
				 
				 
				
 
				 
				 
				