Njarðvík vann Grindavík í framlengdum leik
Njarðvík vann Grindavík 87:86 í undanúrslitum hópbílabikars karla, en leikurinnn fór fram í Laugardalshöll í kvöld. Stigahæstir í liði Grindavíkur voru Lewis með 26 stig og Páll Axel Vilbergsson með 24. Í liði Njarðvíkur Páll Kristinsson með 21 stig og Brandon Woudstra með 17.
Nú stendur yfir leikur Keflavíkur og Tindastóls í Laugardalshöll.