Karlakór Kef kertatónleikar
Karlakór Kef kertatónleikar

Íþróttir

Njarðvík vann eftir framlengingu
Mario Matasovic var atkvæðamestur Njarðvíkinga.
Mánudagur 3. febrúar 2020 kl. 22:50

Njarðvík vann eftir framlengingu

Njarðvíkingar lentu í vandræðum gegn Valsmönnum í Ljónagryfjunni í kvöld en höfðu þó sigur eftir framlengingu í Domino’s deild karla í körfubolta. Lokatölur í Ljónagryfjunni 86:76 og heimamenn sýndu allar sínar bestu hliðar í framlengingunni og unnu hana 16:6. Á sama tíma töpuðu Grindvíkingar í Garðabæ gegn Stjörnunni.

Jafnt var í hálfleik en heimamenn náðu 9 stiga forskot í þriðja leikhluta sem gestirnir jöfnuðu í fjórða leikhluta. Þeir skoruðu jöfnunarkörfuna á síðustu andartökum leiksins en sáu svo ekki til sólar í framlengingunni.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Mario Matasovic var atkvæðamestur Njarðvíkinga með 24 stig og hvorki fleiri né færri en 21 frákast.

Stjarnan hefur ekki tapað leik síðan í október þegar Keflavík vann þá viðureign. Grindvíkingar náðu að minnka forskot heimamanna í minnst 3 stig en þá sögðu Stjörnumenn hingað og ekki lengra og kláruðu leikinn. Lokatölur 99:85. Ingvi Þór Guðmundsson skoraði 24 stig fyrir Grindavík.

Njarðvík-Valur 86-76 (10-11, 19-18, 29-20, 12-21, 16-6)

Njarðvík: Mario Matasovic 24/21 fráköst, Chaz Calvaron Williams 22/9 fráköst/7 stoðsendingar, Maciek Stanislav Baginski 18, Aurimas Majauskas 10/9 fráköst, Logi  Gunnarsson 8, Ólafur Helgi Jónsson 3, Jón Arnór Sverrisson 1, Rafn Edgar Sigmarsson 0, Kristinn Pálsson 0, Veigar Páll Alexandersson 0, Guðjón Karl Halldórsson 0.

Stjarnan-Grindavík 99-85 (30-22, 20-19, 21-26, 28-18)

Grindavík: Ingvi Þór Guðmundsson 24/5 stoðsendingar, Seth Christian Le Day 20/8 fráköst, Valdas Vasylius 14/6 fráköst, Ólafur Ólafsson 13/4 fráköst, Sigtryggur Arnar Björnsson 10/4 fráköst, Björgvin Hafþór Ríkharðsson 4, Kristófer Breki Gylfason 0, Nökkvi Már Nökkvason 0, Sverrir Týr Sigurðsson 0, Bragi Guðmundsson 0, Miljan Rakic 0, Jens Valgeir Óskarsson 0.