Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Íþróttir

Njarðvík vann á Hlíðarenda og deildarmeistarabikarinn fór á loft í Keflavík
Bikarinn á loft. VF/JPK
Jóhann Páll Kristbjörnsson
Jóhann Páll Kristbjörnsson skrifar
fimmtudaginn 30. mars 2023 kl. 08:21

Njarðvík vann á Hlíðarenda og deildarmeistarabikarinn fór á loft í Keflavík

Lokaumferð Subway-deildar kvenna í körfuknattleik fór fram í gær og úrslitakeppnin hefst í næstu viku. Njarðvík vann frábæran útisigur á Val eftir að hafa verið tíu stigum undir í hálfleik og í Keflavík var kátt í Blue-höllinni þegar Keflavík bar sigurorð af Fjölni og fengu afhentan deildarmeistarabikarinn að leik loknum. Keflavík hafði þegar tryggt sér deildarmeistaratitilinn fyrir leik en gleði leikmanna og stuðningsmanna í leikslok var mikil.

Úrslitakeppnin hefst mánudaginn 3. apríl en þá taka deildarmeistarar Keflavíkur á móti Íslandsmeisturum Njarðvíkur í nágrannaslag af bestu gerð. Leikurinn hefst klukkan 20:15 í Blue-höllinni.

Njarðvíkingar unnu sterkan stemmningssigur á Valskonum í gær.

Valur - Njarðvík 73:79

(20:11, 20:19, 16:19, 17:30)

Njarðvík: Aliyah A'taeya Collier 25/15 fráköst/8 stoðsendingar/7 stolnir, Raquel De Lima Viegas Laneiro 20/4 fráköst, Lavinia Joao Gomes Da Silva 14/8 fráköst, Bríet Sif Hinriksdóttir 8, Isabella Ósk Sigurðardóttir 7/9 fráköst, Kamilla Sól Viktorsdóttir 5, Dzana Crnac 0, Kristín Björk Guðjónsdóttir 0, Rannveig Guðmundsdóttir 0, Anna Lilja Ásgeirsdóttir 0, Erna Hákonardóttir 0, Ása Böðvarsdóttir-Taylor 0.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024
Blásið til leiksloka í Blue-höllinni.

Keflavík - Fjölnir 90:64

(20:18, 26:23, 31:10, 13:13)

Keflavík: Birna Valgerður Benónýsdóttir 19/9 fráköst, Daniela Wallen Morillo 18/8 fráköst/6 stolnir, Anna Ingunn Svansdóttir 13, Karina Denislavova Konstantinova 10/6 fráköst/8 stoðsendingar, Katla Rún Garðarsdóttir 6/6 fráköst, Anna Lára Vignisdóttir 5, Hjördís Lilja Traustadóttir 5, Agnes María Svansdóttir 4, Ólöf Rún Óladóttir 4, Emelía Ósk Gunnarsdóttir 4, Eygló Kristín Óskarsdóttir 2/5 fráköst/3 varin skot, Gígja Guðjónsdóttir 0.

Eins og oft áður var Danielle Rodriguez atkvæðamest í liði Grindavíkur en þær töuðu fyrir botnliði ÍR með einu stigi í gær.

ÍR - Grindavík 77:76

(25:14, 16:17, 23:22, 13:23)

Grindavík: Danielle Victoria Rodriguez 23/6 fráköst/7 stolnir, Elma Dautovic 16/10 fráköst, Hulda Björk Ólafsdóttir 12, Hekla Eik Nökkvadóttir 10, Amanda Akalu Iluabeshan Okodugha 8/10 fráköst, Thea Ólafía Lucic Jónsdóttir 3, Jenný Geirdal Kjartansdóttir 2, Alexandra Eva Sverrisdóttir 2, Elín Bjarnadóttir 0, Arna Sif Elíasdóttir 0, Edda Geirdal 0, Aþena Þórdís Ásgeirsdóttir 0.


Jóhann Páll Kristbjörnsson, ljósmyndari Víkurfrétta, var í Blue-höllinni í gær og má sjá myndasafn þaðan neðst á síðunni.

Keflavík - Fjölnir (90:64) | Subway-deildarmeistarar kvenna 2023