Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Íþróttir

Njarðvík úr leik í bikarnum
Kenneth Hogg átti frábæra sendingu inn fyrir vörn FH á lokasekúndum leiksins en móttaka Oliver Keelart ekki nógu góð og Njarðvíkingar náðu ekki að gera sér mat úr færinu. Mynd úr 32ja liða úrslitum/JPK
Jóhann Páll Kristbjörnsson
Jóhann Páll Kristbjörnsson skrifar
fimmtudaginn 18. maí 2023 kl. 10:58

Njarðvík úr leik í bikarnum

Njarðvík heimsótti Kaplakrika í gær í sextán liða úrslitum Mjólkurbikars karla í knattspyrnu. FH-ingar reyndust aðeins of stór biti fyrir Njarðvíkinga en þó mátti litlu muna því leikurinn endaði 2:1 fyrir heimamenn.

Það tók heimamenn hálftíma að brjóta ísinn og skora fyrsta markið. Markið kom eftir hornspyrnu og virðast varnarmenn Njarðvíkur gleyma að dekka Jóhann Ægi Arnarsson sem aleinn og óvaldaður þakkar fyrir með góðum skalla í markið (31'). pic.twitter.com/L6i2sLa6UT

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Aðeins þremur mínútum eftir markið fengu Njarðvíkingar dauðafæri þegar Oumar Diouck komst inn inn í teig FH og átti gott skot sem Sindri Kristinn Ólafsson, markvörður FH, varði vel. pic.twitter.com/NqEnHhv6uN

Þannig stóðu leikar í hálfleik, eins marks forysta FH sem átti eftir að tvöfaldast snemma í seinni hálfleik.

Þá komu FH-ingar boltanum fyrir frá vinstri kanti, Davíð Snær Jóhannsson nær góðum skalla að marki Njarðvíkur en Robert Blakala sýndi frábæra takta og varði vel. Frákastið endaði hins vegar við fætur Steven Lennon sem setti hann yfir línuna (49'). pic.twitter.com/HK7RLhpVOY

Fyrirliðinn Marc McAusland minnkaði muninn í 2:1 á 58. mínútu. Hans fjórða mark í bikarnum en Marc skoraði fyrsta mark Njarðvíkinga í bikarkeppninni í ár, á móti Herði Ísafirði, og þá setti hann tvö gegn KFA í 32ja liða úrslitum.

Markið kom eftir hornspyrnu Oumar Diouck sem fyrirliðinn stangaði framhjá Sindra í marki FH (58'). pic.twitter.com/zlDep9g9r3

Njarðvíkingar fengu dauðafæri til að jafna leikinn í uppbótartíma þegar Skotinn Kenneth Hogg sendi hættulega sendingu inn á markteig, inn fyrir vörn FH, þar sem Oliver Keelart reyndi að setja boltann fyrir fætur Oumar Diouck en það mistókst. Þetta reyndist síðasta færi leiksins og Njarðvíkingar eru því úr leik. pic.twitter.com/25YIoUTUip


Í dag mæta Grindvíkingar Val á sama tíma og Keflvíkingar mæta Stjörnunni í bikarkeppni karla. Báðir leikirnir fara fram á útivelli og hefjast klukkan 14:00.