Njarðvík úr leik eftir hádramatískar lokamínútur
Nálægt því að leggja úrvalsdeildarlið Fylkis
Njarðvíkingar eru úr leik í Borgunarbikanrum eftir 3-2 ósigur gegn Fylki í Árbænum.
Njarðvíkingar komust í 0-2 og var staðan þannig þar til á 84. mínútu þegar ótrúlegur viðsnúningur Fylkismanna hófst. Þeir skoruðu 3 mörk á 10 mínútna kafla til að tryggja sér farseðilinn í 16 liða úrslitin og skildu Njarðvíkinga vonsvikna eftir.
Njarðvíkingar geta borið höfuðuð hátt eftir leikinn enda voru þeir með tögl og hagldir á leiknum bróðurpart leiktímans. Þjálfari Njarðvíkinga, Guðmundur Steinarsson, sagði að þreyta hefði gert vart við sig síðustu 10 mínútur leiksins hjá sínum mönnum sem að gerði það að verkum að aukinn sóknarþungi Fylkismanna fór að segja til sín.
Þar með eru einungis eitt Suðurnesjalið eftir í bikarnum þetta árið og eru það Grindvíkngar sem verða í hattinum þegar dregið verður í 16 liða úrslit.