Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Íþróttir

Njarðvík upp að hlið KR eftir stórsigur
Ólafur Helgi Jónsson í þriggja stiga skoti í kvöld. Mynd/Karfan.is
Föstudagur 1. mars 2013 kl. 22:34

Njarðvík upp að hlið KR eftir stórsigur

Njarðvík vann í kvöld stórsigur á Fjölni í Dominos-deild karla í körfuknattleik. Lokatölur leiksins urðu 100-75 fyrir Njarðvík sem hafði yfirhönfina allan leikinn.

Njarðvík leiddi í hálfleik með 20 stigum, 50-30. Heimamenn létu svo kné fylgja kviði í seinni hálfleik og unnu stórsigur.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Marcus Van skoraði 25 stig í leiknum og tók 21 frákast. Elvar Már Friðriksson kom næstur með 18 stig. Með sigrinum fer Njarðvík upp í 20 stig í deildinni og er þetta einnig fjórði sigurleikur liðsins í röð. Njarðvík er með jafnmörg stig og KR og berjast liðin um 6. sætið í deildinni.

Njarðvík-Fjölnir 100-75 (20-14, 30-16, 26-27, 24-18)

Njarðvík: Marcus Van 25/21 fráköst/3 varin skot, Elvar Már Friðriksson 18, Ágúst Orrason 14, Hjörtur Hrafn Einarsson 14/4 fráköst, Maciej Stanislav Baginski 9, Ólafur Helgi Jónsson 5, Óli Ragnar Alexandersson 5, Kristján Rúnar Sigurðsson 3, Nigel Moore 3/6 fráköst, Brynjar Þór Guðnason 2, Oddur Birnir Pétursson 2, Friðrik E. Stefánsson 0/5 fráköst.