Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Íþróttir

Njarðvík tókst ekki að nýta heimavöllinn og allt í járnum í seríunni gegn Val
Sigurbjörn Daði Dagbjartsson
Sigurbjörn Daði Dagbjartsson skrifar
föstudaginn 3. maí 2024 kl. 21:24

Njarðvík tókst ekki að nýta heimavöllinn og allt í járnum í seríunni gegn Val

Njarðvíkingar tóku á móti Val í öðrum leik liðanna í undanúrslitum Subway-deildar karla í Ljónagryfjunni í kvöld og gat með sigri komið sér í þægilega 2-0 forystu. Allt kom fyrir ekki og Valsmenn unnu nokkuð sanngjarnan sigur, 69-78 en staðan í hálfleik var 37-39.

Stigaskor leikmanna Njarðvíkur segir kannski stærstan hluta sögunnar, það var bara Duane Lautier sem lék af eðlilegri getu og endaði með 28 stig. Dominykas Milka sá eini þar fyrir utan sem komst í tveggja stafa stigaskor en naumlega þó, endaði með 11 stig. Það munaði miklu fyrir Njarðvík að Chaz Williams náði sér engan veginn á strik og endaði bara með 4 stig.

Njarðvíkingurinn Kristinn Pálsson var sínum gömlu félögum erfiður ljár í þúfu, hann var sjóðandi heitur fyrir utan þriggja stiga línuna, setti 6/8 og endaði með 25 stig fyrir Val.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Vörn Vals var mun sterkari í þessum leik en þeim fyrsta en það breytir ekki því að Njarðvíkingar klikkuðu ítrekað úr opnum skotum.

Staðan því 1-1 og þessi sería búin að breytast í „best of 3“. Næsti leikur er á Hlíðarenda á þriðjudagskvöld.

Myndirnar tók JBÓ.