Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Íþróttir

Föstudagur 23. apríl 2004 kl. 08:01

Njarðvík tapar í síðasta leik

Njarðvík tapaði gegn KA, 1-2, í síðasta leik sínum í Deildarbikarnumí knattspyrnu í gær.
Gunnar Örn Einarsson kom Njarðvík, sem lék á heimavelli, yfir í byrjun leiks og héldu þeir forystunni mestallan leikinn. Þegar fimm mínútur lifðu af venjulegum leiktíma náðu Akureyringar hinsvegar að jafna og á lokamínútunni komust þeir yfir og stálu sigrinum.
Njarðvík hefur því lokið keppni og endaði í nesta sæti síns riðils með þrjú stig.
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024