Fimmtudagur 23. febrúar 2006 kl. 21:08
Njarðvík tapar gegn Snæfelli
Njarðvík tapaði fyrir Snæfelli, 54-51, í Iceland Express-deild karla í kvöld, en eru enn í toppsæti deildarinnar. Njarðvík var með yfirhöndina í miðjum fjórða leikhluta, en góður endasprettur Snæfellinga, sem léku á heimavelli, tryggði þeim sigur.