Njarðvík tapar fyrir KR
Njarðvík tapaði í gær fyrir KR á hraðmóti ÍR í körfuknattleik, 81-74.
KR byrjuðu með látum og skoruðu fyrstu 12 stig leiksins og náðu þeir Njarðvíkingar aldrei að vinna þann mun upp þrátt fyrir að hafa staðið fyrir sínu.
Guðmundur Jónsson átti góðan leik og skoraði 22 stig en fékk sína fimmtu villu í upphafi síðasta leikhluta. Egill Jónasson átti einnig stórleik og tók 10 fráköst, varði 14 skot og skoraði að auki 9 stig.
Þá gerði Jóhann Árni Ólafsson 16 stig og Ólafur Aron Ingvason skoraði 13 stig.
Mótinu lýkur í kvöld þegar Njarðvíkingar spila við Fjölni.
Hér má finna tölfræði leiksins
VF-mynd/úr safni
KR byrjuðu með látum og skoruðu fyrstu 12 stig leiksins og náðu þeir Njarðvíkingar aldrei að vinna þann mun upp þrátt fyrir að hafa staðið fyrir sínu.
Guðmundur Jónsson átti góðan leik og skoraði 22 stig en fékk sína fimmtu villu í upphafi síðasta leikhluta. Egill Jónasson átti einnig stórleik og tók 10 fráköst, varði 14 skot og skoraði að auki 9 stig.
Þá gerði Jóhann Árni Ólafsson 16 stig og Ólafur Aron Ingvason skoraði 13 stig.
Mótinu lýkur í kvöld þegar Njarðvíkingar spila við Fjölni.
Hér má finna tölfræði leiksins
VF-mynd/úr safni