Njarðvík tapar fyrir Fjölni
Njarðvíkingar töpuðu 4-2 fyrir Fjölni á Fjölnisvelli í kvöld. Með tapinu eru þeir fallnir niður í sjötta sæti deildarinnar með 16 stig en Fjölnismenn hafa verið á mikilli siglingu og eru komnir í annað sætið með 19 stig.
Næsti leikur Njarðvíkur er á heimavelli gegn Valsmönnum þann 9. ágúst. Nánar um leik Njarðvíkur og Fjölnismanna á morgun.
VF-mynd/ úr safni