Karlakór Kef kertatónleikar
Karlakór Kef kertatónleikar

Íþróttir

Njarðvík tapaði stórt
Miðvikudagur 28. febrúar 2018 kl. 21:46

Njarðvík tapaði stórt

Njarðvík heimsótti Skallagrím í kvöld í Domino´s- deild kvenna í körfu. Lokatölur leiksins voru 91-66 og tapaði Njarðvík því leiknum með 25 stiga mun. Löngu er orðið ljóst að Njarðvík mun leika í 1. deild kvenna í körfu á næsta tímabili en þetta var 22. tap þeirra í kvöld og hefur Njarðvík ekki enn náð að sigra einn leik í deildinni í vetur.

Stigahæstu leikmenn Njarðvíkur voru Shalonda R. Winton 25 stig og 24 fráköst, Ína María Einarsdóttir 13 stig, Björk Gunnarsdóttir 9 stig og 8 stoðsendingar, María Jónsdóttir 7 stig og Hulda Bergsteinsdóttir 6 stig.
 

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024