Njarðvík tapaði á móti Val

Körfuboltaleikur Njarðvíkur og Vals í Domino´s deild kvenna, sem fram fór í Ljónagryfjunni í gærkvöldi, endaði 63-82 fyrir Val.

Eftir fyrsta fjórðung leiksins hafði Valur tekið völdin í leiknum og leiddu með 6 stigum. Í hálfleik voru 13 stig á milli liða og áfram var lið Vals í forystunni. Í seinni hálfleik mættu Njarðvíkingar grimmari til leiks en það dugði þó ekki til og í leikurinn endaði sem fyrr segir 63-82 fyrir Val.

Shalonda R. Winton hefur verið stigahæst í liði Njarðvíkinga í vetur og því heldur hún áfram, en í leiknum í gær skoraði hún 30 stig og átti 20 fráköst. Karen Dögg Vilhjálmsdóttir var þá með 9 stig og Erna Freydís Traustadóttir með 7 stig.

Njarðvíkingum hefur gengið brösulega í deildinni hingað til en þær hafa ekki unnið leik. Næst mæta þær Breiðabliki á útivelli í Smáranum næstkomandi fimmtudag, 13. desember.