Bláa Lónið - 01apíl.
Bláa Lónið - 01apíl.

Íþróttir

Njarðvík tapaði í uppbótartíma
Neil og Atli. Mynd: UMFN.is.
Föstudagur 23. febrúar 2018 kl. 10:59

Njarðvík tapaði í uppbótartíma

Úrvalsdeildarlið Víkinga úr Reykjavík sótti Njarðvík heim í Lengjubikarnum í knattspyrnu í Reykjaneshöllina í gærkvöldi og höfðu sigur 2-3.
Víkingur nældi sér í sigur í uppbótartíma en Njarðvíkingar fóru illa með gott færi skömmu fyrir leikslok.

Víkingur byrjaði leikinn af krafti og skoruðu tvö mörg með tveggja mínútna millibili eftir að aðeins fimmtán mínútur voru liðnar af leiknum. Víkingur hélt forystunni í hálfleik en Njarðvíkingar mættu af krafti í seinni hálfleik og skoraði Atli Freyr Ottesen Pálsson mark á 62. mínútu með bylmingsskoti utan teigs. Njarðvíkingar pressuðu stíft á Víking og jafnaði Neil Slooves með skalla eftir aukaspyrnu á 65. mínútu. Njarðvík sótti hart að marki Víkinga eftir jöfnunarmarkið en allt kom fyrir ekki, Víkingur komst yfir í uppbótartíma og fóru heim með sigur.

Njarðvík mætir Bikarmeisturum ÍBV þann 10. mars nk. í Lengubikarnum.

Markaskorarar leiksins:

0-1 Sjálfsmark ('13)
0-2 Erlingur Agnarsson ('15)
1-2 Atli Freyr Ottesen Pálsson ('65)
2-2 Neil Slooves ('75)
2-3 Halldór Jón Sigurður Þórðarson ('90)
 

Public deli
Public deli