Njarðvík tapaði í Njarðtaks-Ljónagryfjunni
Njarðvíkingar voru ekki upp á sitt besta í Ljónagryfjunni þegar þeir töpuðu fyrir Tindastóli í Domino’s deildinni í körfu karla í kvöld. Stólarnir voru 8 stigum yfir þegar leik lauk og lokatölur urðu 75-83. Njarðvíkingar unnu í fyrstu umferðinni en þurftu að lúta í gras núna gegn Stólunum sem Keflvíkingar unnu í fyrstu umferðinni. Njarðvík heimsækir Keflavík í næstu umferð og það verður án efa spennandi.
Stólarnir gerðu eiginlega út um leikinn í þriðja leikhluta en Njarðvíkingar réðu ekkert við Gerald Simmons sem skoraði nánast að vild. Logi Gunnarsson, aldursforseti UMFN, skoraði 20 stig og var bestur Njarðvíkinga. Hann var samt ekki ánægður með liðið í viðtali við Stöð 2 eftir leikinn. Mario M. var með 14 stigh og Kristinn Pálsson var með 13 stig.