Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Íþróttir

Njarðvík tapaði í Fjarðabyggð
Laugardagur 7. júlí 2007 kl. 01:06

Njarðvík tapaði í Fjarðabyggð

Njarðvík fór í fýluferð austur á firði í dag þar sem liðið tapaði fyrir Fjarðabyggð í 1. deild karla, 2-0.

Heimamenn kláruðu leikinn með tveimur mörkum um miðjan fyrri hálfleik, en Njarðvíkingar voru ekki að leika vel í hálfleiknum.

Í seinni hálfleik léku Njarðvíkingar mun betur. Þeir fengu m.a. vítaspyrnu, en Albert Sævarsson lét kollega sinn í markinu verja fra sér. Þrátt fyrir mikla baráttu kom allt fyrir ekki og heimamenn styrktu sig í baráttunni um úrvalsdeildarsæti.

Njarðvík er í 9 sæti eftir 10 leiki, Reynir eru í 11 sæti og Grindavík er í 1. sæti með 3ja stiga forskot á Fjarðabyggð.

VF-mynd úr safni
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024