Njarðvík tapaði heima
Njarðvíkingar töpuðu í kvöld fyrir Aftureldingu í Inkasso-deildinni í knattspyrnu karla. Leikið var á Rafholtsvellinum í Njarðvík. Afturelding skoraði tvö mörk gegn engu hjá Njarðvík.
Gestirnir skoruðu fyrra mark sitt á 80. mínútu þegar Ásgeir Örn Arnþórsson kom Aftureldingu yfir. Alexander Aron Davorsson innsiglaði svo sigur Aftureldingar með öðru marki fyrir gestina í uppbótartíma.
Njarðvík er í tíunda sæti deildarinnar með sjö stig. Afturelding er sæti ofar með níu stig.
Á laugardag fer Keflavík norður á Akureyri og mætir Þór í Inkasso-deildinni og á mánudag fá Njarðvíkingar Hauka í heimsókn til Reykjanesbæjar.
Keflavík er í dag í þriðja sæti deildarinnar með 13 stig. Þór er í öðru sæti með 15 stig en Fjölnir á toppnum með 16 stig. Leikurinn á laugardag er því mikilvægur leikur í baráttunni við toppinn í deildinni.
Myndirnar úr leiknum í kvöld tók Hilmar Bragi.