Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Íþróttir

Njarðvík tapaði gegn Val
Miðvikudagur 25. október 2017 kl. 21:18

Njarðvík tapaði gegn Val

Njarðvík mætti Val í Domino´s- deild kvenna í kvöld í körfu. Leikurinn endaði með sigri Vals 104-72. Njarðvíkurstúlkur hafa ekki náð að stíga upp í vetur, hafa tapað fimm leikjum í röð og sitja í neðsta sæti Domino´s deildar kvenna í körfu.

Í liði Njarðvíkur var Shalonda R. Winton stigahæst með 27 stig, 19 fráköst og 3 varin skot, Karen Dögg Vilhjálmsdóttir var með 9 stig og Ína María Einarsdóttir var með 9 stig.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024