Njarðvík tapaði gegn Þór
- Markið kom á 94. mínútu
Njarðvík tók á móti Þór frá Akureyri í Inkasso-deild karla í knattspyrnu í gær. Lokatölur leiksins urðu 0-1 fyrir gestina en markið kom á 94. mínútu leiksins. Fátt markvert gerðist í fyrri hálfleik en Stefán Birgir Jóhannesson fékk gult spjald á 32. mínútu.
Seinni hálfleikur byrjaði rólega en Þórsarar áttu gott færi á 70. mínútu sem þeir nýttu ekki. Á 79. mínútu kom Helgi Þór Jónsson inn á fyrir Andra Fannar Freysson og Birkir Freyr Sigurðsson kom inn á fyrir Stefán Birgir Jóhannesson á 88. mínútu.
Það var háspenna á lokamínútu leiksins en Alvaro Montejo leikmaður Þórs skoraði á 94. mínútu en dómarinn flautaði leikinn af á 95. mínútu eftir miðju Njarðvíkinga. Njarðvík tapaði þar með sínum fyrsta leik í sumar eftir þrjár umferðir.