Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Íþróttir

Njarðvík tapaði gegn Stjörnunni
Fimmtudagur 18. janúar 2018 kl. 21:25

Njarðvík tapaði gegn Stjörnunni

Njarðvík mætti Stjörnunni í Domino´s- deild karla í körfu í kvöld og tapaði liðið naumlega eða með tveimur stigum og urðu lokatölur leiksins 77-75. Logi Gunnarsson jafnaði fyrir Njarðvík þegar aðeins sex sekúndur voru eftir af leiknum en sigurkarfa Stjörnunnar kom þegar tvær sekúndur voru eftir af leiknum og var leikurinn æsispennandi á síðustu sekúndunum. Njarðvík er sem stendur í fimmta sæti deildarinnar með sextán stig.

Stigahæstu leikmenn Njarðvíkur voru Terrell Vinson með 16 stig og 10 fráköst, Maciek Stanislav Baginski með 16 stig og 4 fráköst, Logi  Gunnarsson með 15 stig og 4 fráköst, Kristinn Pálsson með 9 stig og 9 fráköst, Oddur Rúnar Kristjánsson með 9 stig og Snjólfur Marel Stefánsson með 4 stig og 9 fráköst.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024