Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Íþróttir

Njarðvík tapaði gegn Haukum
Föstudagur 16. febrúar 2018 kl. 22:17

Njarðvík tapaði gegn Haukum

Njarðvík mætti Haukum í kvöld í Domino´s-deild karla í körfu. Lokatölur leiksins voru 114-75 fyrir Haukum og tapaði Njarðvík því með 39 stiga mun.
Maciek Bag­inski, leikmaður Njarðvík­ur sagði í samtali við Morgunblaðið að leikmennirnir hefðu ekki mætt í kvöld. „Við biðjumst bara afsökunar á þessu, það á ekki að vera í boði að tapa á heimavelli með 40 stigum.“ Njarðvík situr í 5. sæti deildarinnar með 22 stig.

Stigahæstu leikmenn Njarðvíkur voru, Kristinn Pálsson 20 stig og 10 fráköst, Terrell Vinson með 18 stig og 10 fráköst, Maciek Stanislav Baginski með 13 stig, Ragnar Helgi Friðriksson með 5nstig , Ragnar Ágúst Nathanaelsson með 5 stig og 4 fráköst.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024