Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Íþróttir

Njarðvík tapaði gegn ákveðnum Fjölnismönnum
Föstudagur 5. febrúar 2010 kl. 21:44

Njarðvík tapaði gegn ákveðnum Fjölnismönnum


Ungt lið Fjölnis sýndi hvað í þeim býr í Ljónagryfjunni í kvöld með sannfærandi sigri á heldur daufu liði Njarðvíkinga. Lokatölur leiksins voru 70-77 en staðan eftir fyrsta leikhluta var 14-25 og virtust Fjölnismenn mun hungraðri í sigur en þeir grænu.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Stigahæstur Njarðvíkinga var Magnús Gunnarsson með 17 stig en hjá Fjölni var Ingvaldur Magni Hafsteinsson stigahæstur með 20 stig. Þess má geta að Fjölnismenn léku án leikstjórnanda síns, Ægis Þórs Steinssonar.


Ljósmyndasafn úr leiknum má nálgast hér.


VF-myndir/ Páll Orri Pálsson