Njarðvík tapaði fyrir KA
Njarðvikingar léku æfingaleik gegn KA í Þorlákshöfn í gærkvöldi. Strax í fyrri hálfleik komust norðanmenn í 3-0 og á brattann að sækja fyrir Njarðvíkinga. Þeir náðu þó að klóra í bakkann undir lok fyrrihálfleiks þegar Ólafur Jón Jónsson skoraði úr vítaspyrnu. Frá þessu er greint á heimasíðu umfn.is.
Seinni hálfleikur var töluvert skárri af hálfu Njarðvíkinga og voru þeir mun grimmari í sínum aðgerðum. Jónas Bergsteinsson skoraði seinna mark þeirra grænu undir lok leiksins með skalla eftir hornspyrnu en lokatölur leiksins engu að síður 3-2 fyrir KA. Þetta var fyrsti grasleikur Njarðvíkurliðsins á árinu. Næsti æfingaleikur liðsins er næstkomandi þriðjudag gegn BÍ / Bolungavík á Njarðtaksvellinum.
Byrjunarlið Njarðvíkur var þannig skipað;
Almar Eli Færsteh (m), Björn Ísberg Björnsson, Einar Valur Árnason, Einar Marteinsson, Garðar Eðvaldsson, Magnús Þórsson, Gísli Freyr Ragnarsson, Gísli Örn Gíslason, Árni Þór Ármannsson, Hörður Ingi Harðarson, Ólafur Jón Jónsson,
Varamenn;
Sindri Þór Skarphéðinsson, Andri Fannar Freysson, Jónas Bergsteinsson, Arnþór Elíasson, Bjarni Steinar Sveinbjörnsson. Allir varamenn komu við sögu í leiknum.
mynd: umfn.is