Íþróttir

Njarðvík tapaði á heimavelli
Mánudagur 19. mars 2018 kl. 18:44

Njarðvík tapaði á heimavelli

- KR leiðir í einvíginu 2-0

Njarðvík tók á móti KR í átta liða úrslitum úrslitakeppninnar í Domino´s-deildarinnar í körfu í kvöld í Ljónagryfjunni. Var þetta annar leikur liðanna í einvíginu en sigra þarf þrjá leiki af fimm til þess að komast í undanúrslit. KR er komið með annan fótinn í undanúrslitin eftir sigurinn í kvöld en þeim dugir sigur á heimavelli í næsta leik til þess að klára einvígið. Lokatölur leiksins í kvöld voru 66-91 og vann því KR leikinn með 25 stiga mun.

KR byrjaði fyrsta leikhluta af krafti og leiddi þegar honum lauk með sextán stigum og var staðan 14-30. Þegar flautað var til hálfleiks var stóðu leikar 33-57 fyrir KR. Njarðvík skoraði 22 stig gegn 14 stigum KR í þriðja leikhluta en það dugði ekki til og var KR sterkari aðilinn í kvöld þegar upp var staðið. Sigur KR var aldrei í hættu í kvöld og er augljóst að Njarðvík þarf að stíga upp í næsta leik í Frostaskjólinu þann 22. mars nk., ætli þeir sér að komast í undanúrslit.

Bílakjarninn sumardekk 2024
Bílakjarninn sumardekk 2024

Stigahæstu leikmenn Njarðvíkur: Ragnar Ágúst Nathanaelsson 16 stig og 8 fráköst, Logi  Gunnarsson 13 stig, Oddur Rúnar Kristjánsson 8 stig, Maciek Stanislav Baginski 7 stig, Kristinn Pálsson 7 stig og 8 fráköst, Terrell Vinson 7 stig og 7 fráköst, Vilhjálmur Theodór Jónsson 5 stig.

Stigahæstu leikmenn KR: Kristófer Acox 21 stig og 11 fráköst, Darri Hilmarsson 17 stig og 6 fráköst, Jón Arnór Stefánsson 14 stig og 4 fráköst, Björn Kristjánsson 11 stig, Kendall Pollard 10 stig og 4 fráköst og  Pavel Ermolinskij 9 stig, 7 fráköst og 15 stoðsendingar.

Hilmar Bragi Bárðarson tók meðfylgjandi myndir á leiknum í kvöld.

Njarðvík- KR