Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Íþróttir

Njarðvík steinlá í Seljaskóla
Elvar Már Friðriksson skoraði 26 stig í kvöld.
Mánudagur 15. október 2012 kl. 22:30

Njarðvík steinlá í Seljaskóla

Karlalið Njarðvíkur gerði ekki góða ferð í Seljaskóla í kvöld þar sem þeir mættu ÍR í Lengjubikarnum. Lokatölur..

Karlalið Njarðvíkur gerði ekki góða ferð í Seljaskóla í kvöld þar sem þeir mættu ÍR í Lengjubikarnum. Lokatölur urðu 93-68 fyrir ÍR-inga sem léku mjög vel í seinni hálfleik og unnu góðan sigur.

Elvar Már Friðriksson, leikstjórnandi Njarðvíkur, átti góðan leik fyrir Njarðvíkinga og skoraði 26 stig og tók sex fráköst. Erlendu leikmennirnir í liði Njarðvíkur áttu dapran dag og skoruðu samtals aðeins 19 stig. Næsta umferð í Lengjubikarnum fer fram eftir viku.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

ÍR-Njarðvík 93-68 (17-18, 24-19, 22-18, 30-13)

ÍR: D'Andre Jordan Williams 28/8 fráköst/6 stoðsendingar/7 stolnir, Nemanja Sovic 17/5 fráköst, Hjalti Friðriksson 11/7 fráköst, Eric James Palm 9/4 fráköst, Hreggviður Magnússon 8, Ólafur Már Ægisson 6, Vilhjálmur Theodór Jónsson 4, Tómas Aron Viggóson 4, Þorvaldur Hauksson 2, Friðrik Hjálmarsson 2, Ellert Arnarson 2/8 stoðsendingar.

Njarðvík: Elvar Már Friðriksson 26/6 fráköst/5 stoðsendingar, Marcus Van 11/8 fráköst, Jeron Belin 8, Ólafur Helgi Jónsson 8, Oddur Birnir Pétursson 6, Hjörtur Hrafn Einarsson 6, Kristján Rúnar Sigurðsson 2, Magnús Már Traustason 1.