Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Íþróttir

Njarðvík steinlá í Breiðholtinu
Guðmundur Steinarsson lék í 6-0 tapi Njarðvíkur gegn Leikni í kvöld. VF-Mynd/JJK
Mánudagur 13. maí 2013 kl. 23:37

Njarðvík steinlá í Breiðholtinu

Njarðvík gerði ekki góða ferð í Breiðholtið í kvöld þegar liðið mætti Leikni Reykjavík. Heimamenn unnu stórsigur, 6-0, og því eru Njarðvíkingar úr leik í Borgunarbikarnum.

Staðan var 2-0 fyrir heimamenn í hálfleik og bættu Leiknismenn við fjórum mörkum í síðari hálfleik. Ekki góð byrjun á tímabilinu hjá Njarðvíkingum sem tapaði einnig fyrsta leik sínum í 2. deild karla fyrir Aftureldingu, 3-1.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Lærisveinvar Gunnars Magnúsar Jónssonar munu væntanlega gera betur í næsta leik sem er heimaleikur á Njarðtaksvelli gegn Dalvík/Reyni n.k. laugardag.

Leiknir 6 - 0 Njarðvík
1-0 Hilmar Árni Halldórsson ('11)
2-0 Aron Daníelsson ('37)
3-0 Dánjal á Lakjuni ('46)
4-0 Hilmar Árni Halldórsson ('59)
5-0 Hilmar Árni Halldórsson ('77)
6-0 Ólafur Hrannar Kristjánsson ('90)
Rautt spjald: Brynjar Hlöðversson, Leiknir R ('92)