Njarðvík stal sigri í Ljónagryfjunni. Keflavík tapaði í Hveragerði
Njarðvík-Fjölnir 98-88
Njarðvíkingar geta prísað sig sæla með að hafa fengið tvö stig út úr viðureign sinni við Fjölni í Ljónagryfjunni í kvöld. Njarðvík sem er efst í Intersport- deildinni sigraði að lokum 98-88 eftir framlengingu.
Fjölnismenn byrjuðu vel og voru með eins stigs forskot eftir fyrsta leikhluta, 23-24. Þeir juku svo forskotið upp í 5 stig 40-45 í hálfleik.
Ef Njarðvíkingar voru slakir í fyrri hálfleik voru þeir alveg úti að aka í 3. leikhluta. Á nokkrum mínútum voru gestirnir komnir með 13 sitga forskot og virtust til alls líklegir. Sóknarleikur Njarðvíkinga var herfilegur og Fjölnismenn réðu taktinum í leiknum.
Heimamenn áttu góðan sprett í upphafi síðasta fjórðungs og minnkuðu muninn í 5 stig, 61-66, en Fjölnir svaraði með enn einni rispunni og heimasigur virtist alls ekki í spilunum. Munurinn hélst um 7-10 stig allt þar til tvær mínútur voru til leiksloka og staðan 73-82.
Þá loksins, loksins fóru Njarðvíkingar að spila af fullri alvöru og hófu að saxa á forskotið smátt og smátt. Þegar innan við mínúta var eftir breytti Matt sayman stöðunni í 80-82 með góðri 3ja stiga körfu. Anthony Lackey bætti um betur og stal boltanum umsvifalaust og jafnaði leikinn með auðveldu skoti.
Vörn Njarðvíkinga hélt aftur af Fjölnismönnum þar til að 2,5 sek voru eftir en þá fór hinn 17 ára Brynjar Kristófersson á vítalínuna það sem hann freistaði þess að tryggja sínum mönnum glæsilegan útisigur.
Strákurinn þoldi hins vegar ekki pressuna og klikkaði á báðum skotum sínum. Staðan var jöfn og því þurfti að framlengja.
Í framlengingunni var aldrei spurning um hvort liðið væri sterkara því Njarðvíkingar stungu af. Vörnin var mjög aggressív og skorðuðu Fjölnismenn ekki eina körfu utan af velli í framlengingunni.
Matt Sayman og Anthony Lackey fóru fyrir Njarðvík og fyrirliðinn, Halldór Karlsson, kom sterkur inn. Friðrik Stefánsson innsiglaði sigurinn með troðslu á loka sekúndunum og Njarðvík gat dregið andann léttar. SAyman var þó máur leiksins þar sem hann náðu þrefaldri tvennu (2ja stafa tala í tölfræðilið) með 26 stig 12 fráköst og gaf 11 stoðsendingar.
Einar Árni Jóhannsson, þjálfari Njarðvíkur, var alls ekki sáttur við leik sinna manna þótt stigin yrðu eftir hér suður frá. „Við vorum hreinlega ekki að vinna vinnuna okkar og vorum komnir í dýpsta svað þegar við rönkum loks við okkur. Við höfðum heppnina með okkur í lok venjulegs leiks, en ég var viss um að við tækjum þetta í framlengingunni.“
Einar vildi þó alls ekki gera lítið úr því afreki að komast aftur inn í leikinn. „Ég tek hattinn ofan fyrir mínum mönnum fyrir að halda áfram og gefast aldrei upp. Svoleiðis karakter er ekki eitthvað sem þú tekur upp af götunni.“
Áttundu umferð deildarinnar lýkur annað kvöld er Grindvíkingar taka á móti Haukum.
Hamar/Selfoss-Keflavík
Keflavík tapaði óvænt fyrir Hamri/Selfossi, 92-86, í kvöld. Keflvíkingar voru yfir í hálfleik og náðu 9 stiga forskoti í 3. leikhluta, en þá tóku heimamenn til sinna ráða og sigu framúr á lokaprettinum.
Anthony Glover var besti maður vallarins með 39 stig og Nick Bradford var borg í
Falur Harðarson, aðstoðarþjálfari Keflavíkur, sagðií samtali við Víkurfréttir að þreyta gæti hafa verið í þeim. "Þó við leggjum áherslu á Evrópukeppnina þesssa daga lögðum við upp þeð að vinna þenna leik eins og alla. Við vorum hins vegar að spila illa að öllu leyti í kvöld."
VF-myndir/Þorgils Jónsson