Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Íþróttir

Njarðvík skellti Reyni í síðasta leiknum á Njarðvíkurvelli
Mánudagur 4. september 2006 kl. 11:16

Njarðvík skellti Reyni í síðasta leiknum á Njarðvíkurvelli

Síðasti mótsleikurinn á Njarðvíkurvelli fór fram í gær þegar heimamenn tóku á móti Reyni Sandgerði í 2. deild karla. Reynismenn þurftu eitt stig til þess að tryggja sæti sitt í 1. deild að ári en Njarðvíkingar eru þegar komnir í 1. deild. Njarðvíkingar kvöddu völlinn með glæsibrag og skelltu nágrönnum sínum frá Sandgerði 3-0.

Um 700 manns fylgdust með viðureign liðanna en frítt var á völlinn í boði Nesvalla.

Fyrsta mark leiksins kom á 15. mínútu þegar boltinn fór af varnarmanni Reynis og í þeirra eigið mark. Annað mark Njarðvíkinga gerði Bjarni Sæmundsson á 56. mínútu leiksins þegar hann fylgdi eftir sínum eign skalla sem markvörður Reynismanna hafði varið.

Aron Már Smárason innsiglaði 3-0 sigur Njarðvíkinga á 61. mínútu en þetta var jafnframt hans níunda mark í deildinni og deilir Aron 2. sæti yfir markahæstumenn í deildinni ásamt tveimur öðrum.

Bæði Reynir og Njarðvík eiga einn leik eftir í 2. deild,  Njarðvíkingar mæta Huginn laugardaginn 9. september og sama dag taka Reynismenn á móti toppliði Fjarðarbyggðar. Báðir leikirnir hefjast kl. 14:00. Reynismenn hafa tryggt sér sæti í 1. deild að ári þar sem Selfyssingar gerðu 1-1 jafntefli gegn Huginn um helgina og eiga því ekki möguleika á því að jafna Sandgerðinga að stigum.

VF-myndir/ Halldór Rósmundur

 

 

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024