Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Íþróttir

Njarðvík sigurvegari í Allt hreint mótinu
Þriðjudagur 12. september 2006 kl. 11:18

Njarðvík sigurvegari í Allt hreint mótinu

Njarðvíkingar urðu í gærkvöldi Allt hreint meistarar í körfuknattleik er þeir lögðu Bárð Eyþórsson og lærisveina hans í ÍR í úrslitaleik mótsins. Lokatölur leiksins voru 95-76 Njarðvíkingum í vil og höfðu heimamenn frumkvæðið allan leikinn.

KR-ingar höfnuðu í þriðja sæti í mótinu eftir frækinn 92-91 sigur gegn Grindvíkingum þar sem ungstirnið Brynjar Björnsson gerði sigurkörfu KR þegar um ein sekúnda var til leiksloka.
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024