Njarðvík sigrar í mögnuðum leik
Njarðvík lagði KR að velli í Intersport-deildinni í körfuknattleik í kvöld. Lokatölur voru 79-77 í frábærum leik sem bauð upp á mikinn hraða, góða vörn og skemmtileg tilþrif.
Í fyrsta leikhluta voru gestirnir frá KR með yfirhöndina en allt annað var uppi á teningnum í öðrum leikhluta. Njarðvíkingar lokuðu á gestina í vörninni og voru öruggir í sókninni þannig að í leikhléi var staðan 49-42 heimamönnum í vil. Í seinni hálfleik var leikurinn í járnum allt fram á síðustu sekúndur þegar Friðrik Stefánsson tryggði Njarðvíkingum sigurinn með vítaskoti.
Ingi Þór Steinþórsson, þjálfari KR, var ekki ánægður með sína menn sem hann sagði að sína menn skorti stöðugleika en á góðum degi geta þeir unnið hvern sem er.
Friðrik Ragnarsson var mjög ánægður með leikinn sem hann sagði að hafi verið mjög flottan og áhorfendur hefðu fengið mikið fyrir aðgangseyrinn í kvöld. Aðspurður að því hvar vendipunkturinn á leiknum hafi verið sagði hann að þegar þeir skiptu úr svæðisvörninni yfir í „maður á mann“ hafi þeir náð tökum á leiknum. Njarðvíkingar börðust vel allan leikinn og sagði Friðrik að ef hans menn héldu uppteknum hætti í næstu leikjum ættu andstæðingarnir ekki von á góðu.
Chris Woods skoraði 22 stig fyrir KR og tók 10 fráköst.
Brandon Woudstra var stigahæstur heimamanna með 22 stig og Friðrik Stefánsson skoraði 16 stig og tók 14 fráköst. Friðrik tróð líka oft með tilþrifum sem trylltu frábæra stuðningsmenn Njarðvíkur.
Í fyrsta leikhluta voru gestirnir frá KR með yfirhöndina en allt annað var uppi á teningnum í öðrum leikhluta. Njarðvíkingar lokuðu á gestina í vörninni og voru öruggir í sókninni þannig að í leikhléi var staðan 49-42 heimamönnum í vil. Í seinni hálfleik var leikurinn í járnum allt fram á síðustu sekúndur þegar Friðrik Stefánsson tryggði Njarðvíkingum sigurinn með vítaskoti.
Ingi Þór Steinþórsson, þjálfari KR, var ekki ánægður með sína menn sem hann sagði að sína menn skorti stöðugleika en á góðum degi geta þeir unnið hvern sem er.
Friðrik Ragnarsson var mjög ánægður með leikinn sem hann sagði að hafi verið mjög flottan og áhorfendur hefðu fengið mikið fyrir aðgangseyrinn í kvöld. Aðspurður að því hvar vendipunkturinn á leiknum hafi verið sagði hann að þegar þeir skiptu úr svæðisvörninni yfir í „maður á mann“ hafi þeir náð tökum á leiknum. Njarðvíkingar börðust vel allan leikinn og sagði Friðrik að ef hans menn héldu uppteknum hætti í næstu leikjum ættu andstæðingarnir ekki von á góðu.
Chris Woods skoraði 22 stig fyrir KR og tók 10 fráköst.
Brandon Woudstra var stigahæstur heimamanna með 22 stig og Friðrik Stefánsson skoraði 16 stig og tók 14 fráköst. Friðrik tróð líka oft með tilþrifum sem trylltu frábæra stuðningsmenn Njarðvíkur.