Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Íþróttir

Njarðvík sigraði Dalvík/Reyni
Föstudagur 17. júní 2011 kl. 23:49

Njarðvík sigraði Dalvík/Reyni



Njarðvíkingar gerðu góða ferð norður þegar þeir höfðu 4-1 sigur á Dalvík/Reynir í 2. deildinni í knattspyrnu.

Njarðvíkingar komust yfir með marki frá Einari Marteinssyni en heimamenn jöfnuðu jafnharðan. Njarðvíkingar gerðu svo út um leikinn með því að skora þrjú mörk til viðbótar en þeir Andri Fannar Freysson, Ólafur Jón Jónsson og Frans Elvarsson sáu um að skora mörkin. Með sigrinum eru Njarðvíkingar komnir í 5. sæti með 10 stig eftir 6 leiki.

Staðan í 2. deildinni



Mynd: Frans Elvarsson skoraði í kvöld

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024