Bílakjarninn hekla
Bílakjarninn hekla

Íþróttir

Njarðvík sigaði Hött
Föstudagur 15. desember 2017 kl. 10:04

Njarðvík sigaði Hött

Njarðvík tók á móti Hetti frá Egilsstöðum í Ljónagryfjunni í gærkvöldi í Domino´s deild karla í körfu. Njarðvík byrjaði leikinn betur og var forysta þeirra örugg eftir fyrsta leikhluta. Lið Hattar kom ákveðnari inn í annan leikhlutann og náði liðið að jafna leikinn í þriðja leikhluta. Þrátt fyrir að hafa náð að jafna Njarðvík að stigum í þriðja leikhluta voru heimamenn sterkari á lokakaflanum og endaði leikurinn 86-77 fyrir Njarðvík. Næstu leikir fara fram þann 4. janúar næstkomandi.

Terrell Vinson var með þrefalda tvennu hjá Njarðvíkingum hann var með 17 stig, 10 stoðsendingar og tók hvorki meira né minna en 22 fráköst. Aðrir stigahæstu leikmenn Njarðvíkur voru Maciek Snanislav Baginski með 18 stig, Logi Gunnarsson með 13 stig og 7 stoðsendingar og Ragnar Ágúst Nathanaelsson með 13 stig, 8 fráköst og 3 varin skot.

Bílakjarninn sumardekk 2024
Bílakjarninn sumardekk 2024